Tæland hét Siam fram að árinu 1939 og bar einnig það nafn frá 8. september 1945 til 20. júlí 1949.

Í Tælandi er matur stór hluti af daglegu lífi. Tilefni mannfagnaða er oft að borða saman!
Í vestrænni matarmenningu er venjan að pantaður sé forréttur, síðan aðalréttur og að lokum eftirréttur. Þannig er þetta ekki í Tælandi og sjaldnast að einn diskur tilheyri ákveðinni persónu. Vanalega eru pantaðir jafn margir diskar og matargestirnir en því sem er á diskunum, deilir fólk með sér í bróðerni. Það er jafnvel álitið boða ógæfu að borða einn.

Þegar búið er að borða er leyfum ekki hent þar sem það er talið geta reitt „hrísgrjónaguðinn“ til reiði. Hlutverk „hrísgrjónaguðsins“, sem er kvenkyns, er að tryggja að allir hafi nóg að borða og sé hún ekki sátt getur það kallað hungursneyð yfir þjóðina.

Landakort